Þetta námskeið er ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Námskeiðið veitir fagfólki bæði þekkingu og skilning á langvinnum verkjum og þeirri verkjameðferð sem í boði er á Reykjalundi. Farið verður yfir mögulegar orsakir verkja, verkjaheilkenni, verkjanæmingu og sálfélagslíkamlegar (BioPsychoSocial) meðferðir á langvinnum verkjum. Einnig munu leiðbeinendur fara yfir verkfæri sem fagfólk og sjúklingar geta notað sem bjargráð til betra lífs.
Leiðbeinendur:
Hrefna Óskarsdóttir – sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði
Kristjana Jónasdóttir – sviðstjóri sjúkraþjálfunar á verkjasviði
Rúnar Helgi Andrason – yfirsálfræðingur á verkjasviði
Hvar og hvenær:
22. mars kl 12:30-16:30
ATH: Námskeiðið er haldið á Akureyri og fólk hvatt til að mæta þangað, en fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þá verður námskeiðinu streymt á þá sem þess óska.