Hér er um að ræða fyrirlestur sem samanstendur m.a. af niðurstöðum viðamikilla rannsókna og vinnu á virkni húmors á heilsu (líkamlega sem andlega) og sem árangursaukandi afl í atvinnulífinu og lífinu almennt. Fyrirlesturinn er í senn mjög skemmtilegur en einnig fræðandi og fær fólk til að sjá húmor í nýju ljósi.
Fyrirlesturinn var frumfluttur á Læknadögum í Hörpu og hefur fengið frábærar viðtökur. Fyrirlesturinn er unninn upp úr 8 klst. samnefndu námskeiði í Háskólanum í Reykjavík sem Sveinn Waage setti saman árið 2021 með liðsinni dr. Kristínar Sigurðardóttur og sr. Bjarna Karlssonar.
Leiðbeinandi: Sveinn Waage starfar sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Svarinu ehf. sem setur upp grænar þjónustu-miðstöðvar um landið, ásamt að veita ráðgjöf í markaðs- og samskiptamálum.
Hvar og hvenær: 15.mars 17:00-18:00
Lengd: 60. mín.
Verð: 14.900 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.