Farið verður yfir sögu huldufólks allt frá landnámi. Þjóðsögur skoðaðar í samhengi við frásagnir sjáenda.
Aðkoma huldufólks að náttúruvernd og vegagerð og nýlegar sögur af Norðurlandi.
Einnig verður fjallað um álagabletti, náin kynni við mennskar persónur, gjafir, drauma og margt fleira. Umræður og spurningar í lok námskeiðs.
Leiðbeinandi: Ingunn V. Sigmarsdóttir, kennari, þjóðfræðingur og skáld
Hvar og hvenær: 27. nóvember 17:00 – 19:00
Verð: 12.900 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi