Jákvæð samskipti með Pálmari Ragnarssyni – veffyrirlestur

Lýsing: Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Á fyrirlestrinum fjallar Pálmar á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands. Þá blandast inn í fyrirlesturinn hvatning um jákvætt hugarfar á krefjandi tímum og skemmtilegir punktar um rafræn samskipti þegar það á við.

Leiðbeinandi: Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuboltaþjálfari

Hvar og hvenær: Vefnámskeið Þriðjudaginn 23. febrúar frá kl. 17:00-18:00

Lengd: 50 mín

Verð: 12.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.