Jákvæð samskipti – vefnámskeið

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Lýsing: Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Á fyrirlestrinum fjallar Pálmar á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands. Þá blandast inn í fyrirlesturinn hvatning um jákvætt hugarfar á krefjandi tímum og skemmtilegir punktar um rafræn samskipti þegar það á við.

Leiðbeinandi: Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuboltaþjálfari

Hvar og hvenær: 25.febrúar.

Hópur 1: 12:15-13:00

Hópur 2: 16:30-17:15