Jóla – eftirréttir

Lýsing: Á námskeiðinu verður farið yfir nútímalega eftirrétti og nýjustu trend í eftirréttum en einnig verður farið yfir gamla sígilda og klassískir eftirréttir eins og truffle, mousse og ísgerð. Á mörgum heimilum má ekki hreyfa við jólahefðinni á aðfangadag þegar kemur að eftirréttinum, en fyrir hina hátíðisdagana og þau ykkar sem eru tilbúin að prófa nýja hluti þá lofum við skemmtilegu námskeiði með jólaþema á aðventunni. 

Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.

Hvar og hvenær:

  • 23. nóv 18:00 – 21:00 – Hvammstangi
  • 24. nóv 18:00 – 21:00 – Blönduós
  • 25. nóv 18:00 – 21:00 – Skagaströnd
  • 26. nóv 18:00 – 21:00 – Sauðárkrókur

Fjöldi: 12 þátttakendur

Lengd: 3 klst

Verð: 21.000 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

ATH: Námskeiðin á Blönduósi og á Sauðárkróki eru orðin fullbókuð. Við hvetjum áhugasama til þess að skrá sig á biðlista og munum við bæta við aukahóp á þessum stöðum ef við náum í nægilega stóran hóp.