Jurtasmyrsl og krem – Staðkennt – Starfsmenn Skagafjarðar

Vegna fjölda áskorana þá ætlum við að bjóða þetta námskeið aftur í haust:)

Lærðu að búa til þín eigin smyrsl og krem, einnig að búa til baðsalt og skrúbb.
Þú lærir hvernig á búa til smyrsl með einföldum hráefnum og búnaði einnig að nota íslenska jurtir.
Allt hráefni á staðnum. Námskeiðsgögn ásamt uppskriftum innifalið. Allir fá prufu með sér heim.

Leiðbeinandi: Ásta Búadóttir 

Hvar og hvenær: 18:00-21:00 á hverjum stað.

16.okt Hvammstangi

19.okt Blönduós

26.okt Sauðárkrókur

Lengd: 3.klst