Klassískir eftirréttir – Crème brulee og Creme caramel – staðkennt

Búnir verða til Crème brulee og Creme caramel eftirréttir og sykurskraut. Þessir bökuðu eftirréttir eru líkir við fyrstu sýn en hafa ólíka áferð og bragð. Þátttakendur gera þessa eftirrétti frá grunni og taka afrakstur með sér heim.

Crème brulee og Creme caramel eftirréttir þykja alltaf góðir og gaman að bjóða upp á þá við ýmis tækifæri.

ATH – Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér 3-4 krukkur sem eru beinar upp og taka 1-2 dl

Til sölu verða Creme brulee skálar og brennari á námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Hvar og hvenær:

9.okt Hvammstangi – 18-21
10.okt Blönduós – 18-21
11.okt Skagaströnd – 18-21
12.okt Sauðárkrókur – 18-21

Lengd: 3.klst

Verð: 23.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.