Kvikmynda og ljósmyndasmiðja

Ert þú einyrki, bóndi, frumkvöðull, ferðaþjónustuaðili sem ert að framleiða og selja eigin vöru?

Langar þig að læra að taka góð kynningarmyndbönd og ljósmyndir og útbúa og miðla eigin kynningarefni?

Ef svarið við þessu er já, þá er þetta námskeið fyrir þig. 

Smiðja um upptöku, vinnslu og miðlun stafræns efnis á netinu.

Námið er samtals 80 klst og verður kennt í fjórum helgarlotum auk þess sem hver þátttakandi fær aðstoð á milli lotnanna frá leiðbeinendum við sitt eigið viðfangsefni.

Markmið með náminu er að þátttakendur læri að vera sjálfbjarga í  að útbúa eigið kynningarefni:

  • Taka góðar ljósmyndir og myndbönd með myndavélum og snjalltækjum af vöru, handverki, hestum, gistirými, landslagi, afþreyingu og/eða upplifun o.s.frv.
  • Læra að nota ljós og lýsingu við myndatöku og upptöku.
  • Vinna stafrænt efni, myndir og myndbönd í ókeypis myndvinnsluforritum (litvinnsla, klipping o.fl.).
  • Læra að útbúa heimasíðu á einfaldan máta (Google sites).
  • Miðla stafrænu efni á samfélagsmiðlum.

Leiðbeinendur: Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður og MT í kennslufræðum og Davíð Már Sigurðsson, myndasmiður og hönnuður.

Hvar og hvenær:

Helgar verða ákveðnar í samráði við þátttakendur

Lengd: 80 klst

Verð: 36.000. kr. 

Athugið að námið er fyrst og fremst ætlað einstaklingum sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi og eru þeir aðilar í forgangi, en aðrir eru velkomnir á meðan pláss leyfir.