Lærðu að gera súrkál.

ATH: Af óviðráðanlegum orsökum þá þurfum við að fresta þessu námskeiði og erum að leita að nýrri dagsetningu. Við hvetjum áhugasama til þess að skrá sig og látum við ykkur vita af nýrri dagsetningu þegar hún verður klár hjá okkur. 

Lýsing: Á þessu námskeiði búa allir til tvenns konar súrkál og taka með heim. Kennslan verður bæði í formi fyrilesturs og verklegrar kennslu. Þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman undirstöðuatriði auk nokkurra uppskrifta.
Einnig verður boðið upp á smakk af alls kyns sýrðu grænmeti og hinu og þessu gúmmelaði sem fer vel með súrkáli.
Bók Dagnýjar ,,Súrkál fyrir sælkera“ verður til sölu á góðu verði.

Hvað er innifalið?
– Súrkálsveisla – smakk af alls kyns súrkáli og meðlæti
– bæklingur um súrkálsgerð
– tvær krukkur með smelluloki og fargi
– grænmeti í þessar krukkur
– verkleg kennsla og fyrirlestur


Hvar og hvenær: Nánar auglýst síðar.  13:00-17:00 í Vörusmiðja BioPol, Skagaströnd

Fjöldi: 10 þátttakendur

Lengd: 4 klst

Verð: 19.900.* kr (ATH. þátttakendur taka heim með sér afurðir eigin vinnu)

Leiðbeinendur: Dagný Hermannsdóttir, framleiðandi Súrkáls fyrir sælkera

*ATH: Félagsmenn í Öldunni og Samstöðu og aðrir þeir sem eiga rétt í starfsmenntasjóðunum Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða einungis 10% af verði námskeiðsins. Niðurgreiðsla getur þó ekki numið hærri upphæð en samanlagt 130.000.kr. á önn.