Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Hvar og hvenær:  Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. Fjarkennt frá Akureyri, auk þess verða sjö eins dags staðarlotur sem fram fara hjá SÍMEY á Akureyri.

Kennsla hefst laugardaginn 29. ágúst klukkan 10:00. Kennt verður alla miðvikudaga  frá klukkan 17:00 – 20:00 í gegnum fjarfundabúnað.  

Lýsing: Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú er ætluð þeim sem starfa í leik- og grunnskólum. 

Forkröfur í námið eru að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, hafi 3ja ára starfsreynslu í umönnun og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.

Námsmenn sem ljúka leikskólaliða- eða stuðningsfulltrúabrú hljóta starfsheitin leikskólaliði og stuðningsfulltrúi.

Námsþættir: Innihald námsins er félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði kennslufræði.

     Fatlanir 2A05

     Hegðun og atferlismótun 2A05

     Leikur sem náms- og þroskaleið 2A05

     Íslenskar barnabókmenntir 2C05

     Skapandi starf 1A05

     Samskipti og samstarf 1A05

     Þroskasálfræði 3A05

     Gagnrýnin hugsun og siðfræði 2A05

     Upplýsingatækni 1A05

     Skyndihjálp 2A01

     Uppeldisfræði 2A05 og 3A05

     Þroski og hreyfing 2A05

     Kennslustofan og nemandinn 2A05

Lengd: Námið er 66 einingar og er kennt á fjórum önnum.

Verð: 151.000 kr., 37.750 kr. fyrir hverja önn. 

Námsmat: Símat og verkefnavinna.

Skráningar og nánari upplýsingar um námið eru hjá starfsfólki Farskólans í síma 455 6010 eða á netfangið farskolinn@farskolinn.is 

Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms um allt að 75% námsgjalda.