Hvar og hvenær: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra.
Lýsing: Námið er byggt þannig upp að einn áfangi er kenndur í einu, sex vikur í senn. Allir fyrirlestar eru teknir upp fyrirfram og aðgengilegir námsmönnum í gegnum netið. Námsmenn hafa aðgengi að kennara fjóra tíma í viku í gegnum netið heima eða hér í Farskólanum eða námsverum Farskólans. Þar geta nemendur fengið aðstoð og leiðsögn við gerð verkefna frá kennara.
Hægt er að koma inn í einstaka áfanga námsins.
Áfangar sem kenndir verða á haustönn 2021 eru:
- Barnabókmenntir hefjast 23. ágúst
- Fötlun hefst 4. október
- Leikur sem náms – og þroskaleið hefst 8. nóvember
Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú er ætluð þeim sem starfa í leik- og grunnskólum.
Forkröfur í námið eru að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, hafi 3ja ára starfsreynslu í umönnun og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.
Námsmenn sem ljúka leikskólaliða- eða stuðningsfulltrúabrú hljóta starfsheitin leikskólaliði og stuðningsfulltrúi.
Námsþættir: Innihald námsins er félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði kennslufræði.
Fatlanir 2A05
Hegðun og atferlismótun 2A05
Leikur sem náms- og þroskaleið 2A05
Íslenskar barnabókmenntir 2C05
Skapandi starf 1A05
Samskipti og samstarf 1A05
Þroskasálfræði 3A05
Gagnrýnin hugsun og siðfræði 2A05
Upplýsingatækni 1A05
Skyndihjálp 2A01
Uppeldisfræði 2A05 og 3A05
Þroski og hreyfing 2A05
Kennslustofan og nemandinn 2A05
Lengd: Námið er 66 einingar og er kennt á fjórum önnum.
Verð: 151.000 kr., 37.750 kr. fyrir hverja önn *með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs.
Námsmat: Símat og verkefnavinna.
Skráningar og nánari upplýsingar um námið eru hjá starfsfólki Farskólans í síma 455 6010 eða á netfangið farskolinn@farskolinn.is
Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms um allt að 75 % námsgjalda.