Líf og heilsa – lífstílsþjálfun

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun er nám ætlað fólki sem vill bæta eigin heilsu.

Námið er fyrst og fremst hugsað sem forvörn, en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda. Það er fyrst og fremst hugsað sem forvörn þar sem helstu þættir eru markmiðasetning og hvatning, fjölbreytt hreyfing, andlegar áskoranir og mataræði.

Hverjum og einum gefst kostur á að fara í heilsufarsmælingu við upphaf, meðan á námskeiðinu stendur og við lok námskeiðsins.

Námið er kennt í lotum og í fjarnámi og áhersla er lögð á einstalingsmiðaða eftirfylgni.

Hvar og hvenær: Á Norðurlandi vestra um leið og þátttaka næst. Skólaárið 2021 – 2022.

Lengd: 300 klukkustundir en þar af eru 60 stundir með leiðbeinanda og hinn hlutinn sjálfstæð vinna.

Verð: 23.000 kr. 

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á sviði hreyfingar og mataræðis.

Hér er hægt að sjá námskrána Líf og heilsa í heild sinni hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins