Matarsmiðja -Beint frá býli

Nám fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á matvælaframleiðslu eftir Beint frá býli hugmyndafræðinni. Getur einnig nýst rekstraraðilum og fólki sem starfar við framleiðslu og framreiðslu á mat.

 Markmið námsins er að þú öðlist grunnþekkingu í meðhöndlun matvæla í tengslum við Beint frá býli hugmyndafræðina. Þú öðlast skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Einnig tekur þú virkan þátt í því að búa til uppskriftir, reikna út næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt því að geta framleitt vöruna.

Námskráin miðar við 80 klukkustunda nám.  Námið er hvort tveggja verklegt og bóklegt. Verklegi hlutinn skiptist í tvær helgarlotur þar sem nemendum er leiðbeint um vöruþróun og framleiðslu á vöru og fer sú kennsla fram í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. Í seinni lotunni verða smáframleiðendur á Norðurlandi vestra heimsóttir og fengnir til að miðla eigin reynslu.

Aðrir fyrirlestrar verða sendir út rafrænt auk þess sem þeir verða teknir upp og aðgengilegir þátttakendum á meðan á námskeiðinu stendur.

Markmið okkar sem stöndum að smiðjunni að svara þeim spurningum sem vakna frá því að hugmynd fæðist og varan er komin á markað og til þess eru kallaðir til þeir leiðbeinendur sem við teljum að hafi þau svör. Kjötiðnaðarmenn, matreiðslumenn, ostameistarar, MAST, Matís, Matarauður Íslands, SSNV (um styrkjamál) o.fl. o.fl. 

Hvar og hvenær: Námið hefst um miðbik janúar 2022 og stendur fram í apríl 2022. 

Lengd: 80 klst

Verð: 36.000.

Leiðbeinendur: Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari, Sigfríður Halldórsdóttir, kjötiðnaðarmeistari, Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari auk þess sem fjöldi gestafyrirlesara sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði mun koma að kennslunni.