Matur frá Marokkó

Marokkóskur matur er bragðgóður og mildur. Matagerðin einkennist af mildum kryddum líkt og kanell, engifer, saffran kumen og turmerik og einnig þekktri kryddblöndu Ras El Hanout sem getur innihaldið allt að 36 kryddtegundir. Þórhildur matreiðslumeistari heimsótti Marrakesh í maí á þessu ári og kynnti sér matreiðslu og matarmenningu svæðisins. Hún ætlar að bjóða ykkur í ferðalag sem er bragðmikið og lifandi. Það sem farið verður í á námskeiðinu eru þekktir og vinsælir þjóðréttir.

Við komu verður boðið upp á minntute en það er mikið drukkið í Marokkó og svo verður þriggja rétta máltíð búin til á námskeiðinu.

Matseðill:
Forréttir Briwat með grænmeti Zaalouk salat Taktuka salat.
Aðalréttir Tajine kjúklinga og föstudags couscous með Tfaya.  
Eftirréttir Pastilla og Ghriba

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari

Hvar og hvenær: 

10.okt Sauðárkrókur 17:00-21:00
13.okt Skagaströnd 16:00-20:00
14. okt Hvammstangi 17:00-21:00
15. okt Blönduósi 17:00-21:00

Verð: 29.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi