Matur frá Miðjarðahafinu

Lýsing: Á námskeiðinu verður farið yfir matreiðslu og hefðir frá löndunum við Miðjarðahafið. Risotto og pasta frá Ítalíu, paella og tapasrétti frá Spáni, salöt og lambakjötsrétti frá Grikklandi, saltfisk og svínakjöt frá Portugal, auk þess ýmislegt fleira áhugavert verður skoðað.

Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.

Hvar og hvenær:

  • 19. okt 18:00 – 21:00 – Hvammstangi
  • 20. okt 18:00 – 21:00 – Blönduós
  • 21. okt 18:00 – 21:00 – Skagaströnd
  • 22. okt 18:00 – 21:00 – Sauðárkrókur

Fjöldi: 12 þátttakendur

Lengd: 3 klst

Verð: 21.000 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

ATH: Námskeiðið á Blönduósi er orðið fullbókað, en við hvetjum áhugasama til þess að skrá sig á biðlista og vonumst við til að geta bætt við aukanámskeiði ef við náum í aukahóp.