Ostagerð

Á námskeiðinu verður farið í verklegan hluta ostagerðar og hentar það bæði byrjendum jafnt þeim sem hafa sótt ostanámskeið áður.  Til ostagerðarinnar verða notaðir lifandi gerlar og gert er ráð fyrir því að þátttakendur fari með ost heim eftir báða daganna. Einnig verður sýnikennsla á skyri, kennt hvernig hægt er að töfra fram ljúffengar ostarúllur gerðar úr tilbúnum hráefnum, búið til ostasnakk, karamella úr ostamysunni og reynslusögum miðlað til þátttakenda.

ATH: Á myndinni hér til hliðar má sjá afurðir síðasta námskeiðs sem hver þátttakandi tók með sér heim.

Leiðbeinandi: Kennari námskeiðsins er Guðni Hannes Estherarson, en hann er mjólkurfræðingur að mennt og hefur yfir tuttugu ára reynslu af ostagerð.

Hvar og hvenær: í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. Helgarnámskeið. 9:00-17:00 hvorn dag. 6 og 7 .apríl.

Fjöldi: 8 þátttakendur

Lengd: 16 klst

Verð:  59.900.kr * (ATH. þátttakendur taka heim með sér afurðir eigin vinnu)

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

RemasterDirector_V0
RemasterDirector_V0