Pate- og kæfugerð

Lýsing: Þátttakendur læra að búa til hinar ýmsu gerðir af pate og kæfum, bæði úr lifur og kjöti. Þátttakendur taka afurðir námskeiðsins með sér heim að því loknu.

Hvar og hvenær: 26.febrúar 2022. 10:00-16:00 í Vörusmiðjunni á Skagaströnd

Fjöldi: 6 þátttakendur

Lengd: 6 klst

Verð: 17.900 kr.* (Ath. Þátttakendur taka heim með sér fjórar tegundir af kæfu og pate í lok námskeiðs)

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir. 

*ATH: Félagsmenn í Öldunni og Samstöðu og aðrir þeir sem eiga rétt í starfsmenntasjóðunum Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða einungis 10% af verði námskeiðsins. Niðurgreiðsla getur þó ekki numið hærri upphæð en samanlagt 130.000.kr. á önn. 

*Við bendum öðrum áhugasömum á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.