Pate- og kæfugerð

Lýsing: Þátttakendur læra að búa til hinar ýmsu gerðir af pate og kæfum, bæði úr lifur og kjöti. Þátttakendur taka afurðir námskeiðsins með sér heim að því loknu.

Hvar og hvenær: 10.des. 9:00-16:00. í Vörusmiðjunni á Skagaströnd

Fjöldi: 6 þátttakendur

Lengd: 7 klst

Verð: 22.500 kr.* (Ath. Þátttakendur taka heim með sér fjórar tegundir af kæfu og pate í lok námskeiðs)

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir. 

*ATH: Við viljum gjarnan vekja athygli á því að mjög mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína rausnarlega til þess að taka þátt í þessum námskeiðum þannig að hafðu samband við okkur eða beint við stéttarfélag þitt til þess að fá meiri upplýsingar.