Pottablóm og loftgæði – Vefnámskeið

Pottablóm til að auka loftgæði á heimilinu.

Á námskeiðinu er fjallað um pottaplöntur sem góðar eru til að auka loftgæði, raka og vellíðan fólks á heimilinu og vinnustað. Kynntar eru tegundir inniplantna sem gagnast vel í þessum tilgangi. Það er löngu vitað að plöntur hafa áhrif á fólk og hafa þær verið notaðar sem meðferðaúrræði því þær ýta undir sköpunarkraft, einbeitingu og jákvæðni. Auk þessa hafa niðurstöður rannsókna sýnt fram á að nánd við plöntur eykur vellíðan, vinnuafköst aukast og veikindadögum hefur fækkað þar sem vel er hugað að grænu umhverfi á vinnustöðum. Plöntur koma ekki í stað loftræstingar, en þar sem loftræsting er léleg geta plöntur gert gagn. Rannsóknir sýna að plöntur bæta andrúmsloftið í hýbýlum fólks, þær nýta sér köfnunarefni í andrúmsloftinu og skila frá sér súrefni. Plöntur geta einnig haft áhrif á hitastig með skuggaáhrifum og uppgufun vatns. Plöntur sem þurfa mikla vökvun geta hækkað loftraka um allt að 15% og geta því verið heppilegar þar sem loftraki er of lágur og svo má ekki gleyma því að plöntur dempra hljóð og geta því verið góð lausn í opnu rými.

Leiðbeinandi : Auður Ottesen, garðyrkjufræðingur.

Hvar og hvenær: Vefnámskeið – 20.október. 17:00-18:30

Lengd: 1,5. klst. 

Verð: 12.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.