Pottaplöntubarinn- Vefnámskeið

Lýsing: Viltu fríska uppá pottaplönturnar þínar og eða eignast nýjar? Kynna þér nýjar tegundir, læra að umpotta, taka græðlinga og raða saman smart tegundum í samplantanir. Ef svo er þá er þetta námskeið fyrir þig. 

Leiðbeinandi: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins

Hvar og hvenær: Vefnámskeið 4.febrúar 16:30-18:00

Lengd: 90 mín

Verð: 12.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.