Rötun og notkun GPS tækja – staðnámskeið

Stéttarfélögin í samstarfi við Fjallafjör, bjóða upp á hagnýtt, 14 stunda námskeið í rötun og notkun GPS tækja. Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á að læra með því að gera og að í lok námskeiðisins geti nemendur nýtt GPS tæki sín til rötunar, fylgt ferlum, tekið stefnur og punkta.

Á meðal efnisþátta námskeiðisins eru:

-Grunnatriði rötunar

-Kortalestur

-Stefnur og notkun áttavita

-GPS tækið, helstu stillingar og valmyndir

-Tölvuvinnsla, tengingar og helstu forrit

-Verklegar æfingar

Nemendur þurfa að hafa meðferðis GPS tæki og áttavita.

Við mælum með Garmin GPSMap 62 eða nýrri.“

Leiðbeinandi: Guðmundur Örn Sverrisson. Guðmundur starfar sem framkvæmdastjóri Hugsjónar ehf. sem á og rekur Fjallafjör, var fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist á árunum 2013-2021 og skálavörður á árunum 2011-2012. Hann hefur meðal annars lokið reglubundnum námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun, vetrarfjallamennsku, undirbúningsnámskeiði í jöklaleiðsögn, jöklaleiðsögn 1 hjá AIMG, hópstjórn og komið að þjálfun fjölmargra fararstjóra.

Hvar og hvenær: 4.-5. Nóvember 9:00-16:00 hvorn dag í húsnæði Farskólans við Faxatorg á Sauðárkróki. 

Lengd: 14.klst

Verð: 29.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.