Sáning krydds, matjurta og sumarblóma – Vefnámskeið

Með hækkandi sól kemur Auður I: Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðsins með námskeið til okkar um sáning matjurta, krydds og sumarblóma. Garðverkin eru gefandi iðja og uppskeran er fyrirheit um blómríkt sumar og gæði á matardiskinn. Á námskeiðinu fjallar Auður um fræúrvalið sem býðst á sölustöðum, sáninguna og ræktun upp af frí fram að útplöntun. Stjúpur, fjólur, fagurfífill og rósmarin eru tegundir sem þurfa langt vaxtartímabil og er sáð fyrir í febrúar, öðrum tegundum er sáð í mars og apríl og sumar tegundir er sáð beint út í beð í maí. Hitastig, birta og næring eru lykilinn að góðri ræktun og fer Auður vel yfir þá þætti. 

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins

Hvar og hvenær: 6. Mars 17:00-18:30

Lengd: 90. mín.

Verð: 13.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.