Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Athugið! Þessu námskeiði er frestað, en verður sett á dagskrá strax aftur og aðstæður í samfélaginu leyfa. Við hvetjum áhugasama til þess að skrá sig áfram þannig að við getum látið vita af nýrri tímasetningu.
Lýsing: Fjallað er um hlutverk húðar, sáragróningarferlið, helstu tegundir sára, mat á sárum, hvetjandi og hamlandi þætti í sáragróningu, umbúðir og eiginleika þeirra. Verkleg kennsla í umbúðalögum/vafningum. Sérstök áhersla verður á sykursýkisfótinn, þrýstingssár og þrýstingssáravarnir.
Leiðbeinandi: Þórgunnur Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur á sérhæfðri sáramóttöku á sjúkrahúsinu á Akureyri. Margra ára reynsla frá mismunandi skurðdeildum á Landspítalanum, Sjúkrahúsinu á Akureyri og frá Stavanger universitet sykehus. Diploma af heilbrigðisvísindasviði HA af stjórnunarlínu og viðbótarnám í sárahúkrun frá Høgskolen i sørøst-Norge 2016.
Hvar og hvenær:
- 14. október kl 09:00 – 16:00 HSN á Sauðárkróki
- 16. október kl 09:00 – 16:00 HSN á Blönduósi
Lengd: 7 klst