Skagafjörður -Einelti og áreitni, stefna og viðbragðsáætlun

Námskeiðið er fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.

Hvernig er þinn vinnustaður í stakk búið til þess að takast á við einelti og áreitni á vinnustað? Er viðbragðsáætlun til staðar? Hvar er hana að finna? Þekkja stjórnendur og starfsfólk rétt viðbrögð komi slík tilfelli upp?

Á þessu námskeiði er meðal annars fjallað um:

  • Hvernig einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi eru skilgreind
  • Hvað vinnustaðir geti gert til þess að draga úr líkum á einelti og áreitni
  • Skyldur vinnustaða við gerð sálfélagslegs áhættumats
  • Mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum, komi þau upp

Leiðbeinandi: Sérfræðingur á sviði vinnuverndar.

Hvar og hvernær: Nánar auglýst síðar. Við hvetjum áhugasama til að skrá sig og haft verður samband við viðkomandi þegar dagskrá er komin á hreint.