Námskeiðið er fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.
Innihald námskeið:
Á námskeiðinu verður farið yfir rétta líkamsbeitingu á vinnustað og hvernig hægt er að hagræða vinnuumhverfinu þannig að komist verði hjá álagseinkennum og einhæfum vinnustellingum. Lögð verður áhersla á að kenna góða setstöðu og líkamsbeitingu við standandi vinnu og rætt verður um mikilvægi þess að geta gert hvorutveggja á vinnutíma. Þá verður rætt um einhæfa álagsvinnu og rétta líkamsbeitingu við að lyfta þungum byrðum.
Markmið námskeið:
Að loknu námskeiði eru þátttakendur meira meðvitaðir um líkamsbeitingu, líkamsstöðu, stoðkerfið og álagseinkenni sem tengjast vinnu. Þátttakendur fá einnig innsýn í hvernig þeir geta sjálfir dregið úr líkum á óæskilegu álagi á stoðkerfið.
Hvar og hvenær: Nánari dagsetning verður tilkynnt síðar og þeir sem hafa skráð sig látnir vita.
Lengd: 2.klst