Skagafjörður – matur frá Miðjarðahafinu

Námskeiðið er aðeins fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.

Lýsing: Á námskeiðinu verður farið yfir matreiðslu og hefðir frá löndunum við miðjarðahafið. Risotto og pasta frá Ítalíu, paella og tapasrétti frá Spáni, salöt og lambakjötsrétti frá Grikklandi, saltfisk og svínakjöt frá Portugal, auk þess ýmislegt fleira áhugavert verður skoðað. 

Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.

Hvar og hvenær: 11.nóvember. 18:00 – 21:00

Fjöldi: 12 þátttakendur

Lengd: 3 klst

ATH: Fyrir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki komast á þessari dagsetningu þá er opið námskeið 22. október á sama tíma og hægt er að senda póst á halldorb@farskolinn.is og biðja um að skrá sig þar.