Skagafjörður -Meðvirkni á vinnustað og uppbygging góðrar vinnustaðamenningar

Námskeiðið er fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.

Meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því. Á námskeiðinu er farið yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi. 

Meðal hugtaka sem unnið er með eru styrkleikar og skuggahliðar, árangursrík hegðun, meðvirkni og endurgjöf. Þátttakendur eru leiddir áfram í því verkefni að greina möguleg meðvirknimynstur sem hafa skapast á vinnustaðnum og kynntar eru til leiks einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað. 

Leiðbeinandi: Sigríður Indriðadóttir, mannauðsfræðingur. Hún býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar. Hún hefur starfað sem forstöðumaður mannauðsmála um þrettán ára skeið hjá Mosfellsbæ, Mannviti og  Íslandspósti ohf. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í fimm ár. Sigríður hefur meðal annars sérhæft sig í því að taka á meðvirkum aðstæðum sem hafa skapast á vinnustaðnum og styðja við stjórnendur og starfsfólk í að byggja upp jákvæða og öfluga vinnustaðarmenningu sem er laus við meðvirkni.  

Hvar og hvernær: 5.október. 9:00-12:00