Skagafjörður -Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook – Vefnámskeið

Námskeiðið er fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.

Láttu ekki Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Á námskeiðinu er farið yfir hvaða hlutverki Outlook gegnir í vinnunni. Fjallað er um hugmyndafræðina um að vinna með tómt innhólf, hvernig nota má Outlook sem tímastjórnunartæki og farið yfir það hvernig pósta við eigum ekki að senda frá vinnunetfangi.

Að fá sem mest út úr vinnudeginum hlýtur alltaf að vera markmiðið fyrir alla starfsmenn og atvinnurekendur hvort sem vinnuvikan er 35 eða 40 tímar. Við viljum vinna vel á meðan við erum í vinnunni og geta svo farið heim og hætt að hugsa um vinnuna í frítíma okkar. Það gagnar hvorki okkur né fyrirtækinu að við séum vinnandi heima öll kvöld og um helgar.

Á þessu námskeiði lærum við hvernig við getum, með aðstoð Outlook, skipulagt vinnudaginn þannig að við fáum sem mest út úr honum og getum notið frítímans. Við lærum hagnýtar leiðir í Outlook sem eru hannaðar til að hjálpa okkur að ná stjórn á vinnudeginum.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • QuickSteps
  • Hvernig búa má til reglur (Rules)
  • Calendar stillingar
  • Tasks
  • View stillingar

Ávinningur þinn

  • Það fer enginn póstur framhjá þér
  • Þú tekur stjórnina af Outlook
  • Skilvirkari notkun á dagatali
  • Þú getur skipulagt tíma þinn betur

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann er í dag sjálfstætt starfandi ráðgjafi og kennari.

Hvar og hvernær: 9.nóvember 13:00-15:00