Lýsing: Farið er fyrir handhæg ráð sem gera alla að sérfræðingum í inniræktun. Á námskeiðinu er farið yfir árangursríkustu aðferðirnar í inniræktun nytjaplantna. Hvaða gerðir af lýsingu sé best að nota, hvernig plöntur er hentugast að velja til inniræktunar og hvaða rými henta best til þeirrar ræktunar.
Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen. Auður er garðyrkjufræðingur af garðplöntubraut og vann við ræktun pottaplantna í áravís.
Hvar og hvenær: Vefnámskeið 23 október frá kl. 17.00-18.30
Lengd: 90 mín