Skagafjörður – Takk fyrir – Í orðsins fyllstu – veffyrirlestur

Námskeiðið er fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.

Lýsing: Þakklæti hefur lengi verið talin ein mikilvægasta grunnstoð hamingju. Á fyrirlestrinum er farið yfir það hvað þakklæti er, hvaða þýðingu það hefur fyrir einstaklinga og hversu stórt hlutverk á það að hafa hjá einstaklingum á hverjum degi. Þátttakendur fá að kynnast mismunandi aðferðum sem hægt er að nota til að auka þakklæti og á sama tíma hamingju í sínu eigin lífi.

Leiðbeinandi: Kjartan Sigurðsson markþjálfi  

Hvar og hvenær: Vefnámskeið 20. Apríl frá 14:00-15:00

ATHUGIÐ: Við munum taka fyrirlestrana upp og hafa opna í 48 klst fyrir þá sem eru skráðir. Þannig að þó þessi tímasetning henti ekki öllum þá geta allir verið með.