Skagafjörður – Verkefnastýring með Onenote og Outlook – Vefnámskeið

Námskeiðið er fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.

Á þessu námskeiði er fjallað um hvernig er hægt að nota Outlook og OneNote til að halda utan um og skipuleggja verkefni. Unnið verður eftir aðferðafræðinni „tómt innbox“ og farið yfir hvernig Outlook er notað í skipulagningu verkefna.
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig Outlook og OneNote samnýta Task og hvernig er hægt að fá yfirlit yfir þau verkefni sem eru á döfinni. Fjallað er um það hvernig OneNote heldur utan um verkefni og skjöl sem tengjast verkefnunum.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann er í dag sjálfstætt starfandi ráðgjafi og kennari.

Hvar og hvernær: 8.mars. 13:00-15:00