Skipulagið heima fyrir, herbergi fyrir herbergi – Vefnámskeið tvískipt

Lýsing: Á námskeiðinu veður heimilið skoðað, herbergi fyrir herbergi. Hver og einn skoðar sitt eigið heimili og mátar það við efni námskeiðsins með það að markmiði að fá hugmyndir og ráð til að ráðast í tiltekt á heimilinu.
Saman förum við í gegnum forstofuna, eldhúsið, baðið, svefnherbergið og stofuna auk þess sem við lítum inn í geymsluna og bílskúrinn.
Heimili okkar er summa alls þess sem við höfum verið að fást við um ævina. Þar eru margir hlutir sem við viljum og þurfum að halda í en einnig annað sem við höfum bara ekki ennþá viljað taka ákvörðun um að sleppa tökum af.
Þegar plássið er fullnýtt og hlutirnir farnir frá okkur frekar en að vera í okkar þjónustu er tímabært að staldra við og taka ákvarðanir. Markmið þessa námskeiðs er að hrista blíðlega upp í þátttakendum og gefa hugmyndir að litlum aðgerðum til að finna pláss og tíma heimafyrir.
Námskeiðið er í tveimur hlutum með viku millibili.

Leiðbeinandi : Leiðbeinandi: Virpi Jokinen lauk námskeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki í nóvember 2018 og er fyrsti starfandi vottaði skipuleggjandinn á Íslandi, en enska starfsheitið er „Professional Organizer“. Virpi er finnsk, tveggja barna móðir, hefur búið á Íslandi í um aldarfjórðung og talar íslensku reiprennandi. Virpi rekur sitt eigið fyrirtæki, Á réttri hillu – skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki.

Hvar og hvenær: Vefnámskeið 26.janúar og 2.febrúar 17:00-18:00

Lengd: 2 klst

Verð: 14.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.