Skjalastjórnun: rekjanleiki, verklag og ábyrgð

Lýsing: Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum.

Stjórnun og miðlun upplýsinga er samofin daglegu starfi hjá skipulagsheildum. Án kerfisbundinnar skjalastjórnar er aukin hætta á að skjöl rati í rangar hendur, eyðileggist eða jafnvel glatist. Á þessu námskeiði er fjallað um helstu þætti upplýsinga- og skjalastjórnar, s.s. helstu hugtök, lög og reglur, samspil skjalastjórnar og gæðastjórnunar, öryggismál upplýsinga, stafræna þróun og innleiðingu. Tekin eru fyrir raunveruleg dæmi og reynt að tengja efnið sem best við reynslu þátttakenda svo það nýtist sem best í starfi.

Leiðbeinandi: Ragna Kemp Haraldsdóttir, aðjúnkt í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Ragna er með M.Sc. í upplýsingastjórnun frá Árósarháskóla og doktorspróf í upplýsingafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og miðlun upplýsinga og skjalastjórn.

Hvar og hvenær:

Blönduósi.  8. október kl 13:00 – 17:00

Sauðárkróki. 9. október kl 13:00 – 17:00 

Lengd: 4 klst

Verð: 29.000*

*ATH: Félagsmenn í Öldunni og Samstöðu geta sótt þetta námskeið sér að kostnaðarlausu!

*ATH: Félagsmenn í Sameyki og Kili geta sótt þetta námskeið sér að kostnaðarlausu, en þurfa að skrá sig hjá Starfsmennt. Sjá hér:

Skráning Blönduósi: https://www.smennt.is/forsida/fraedsla/namskeid/stakt-namskeid/?allotmentid=1670b908-185f-4e34-a807-aada567b1667

Skráning Sauðárkróki: https://www.smennt.is/forsida/fraedsla/namskeid/stakt-namskeid/?allotmentid=6ebedd76-9866-450c-9b6f-da42a740afc7 

*ATH: Félagsmenn í Iðunni geta sótt þetta námskeið og fer skráning fram í gegnum Iðuna. Sjá hér: https://idan.is/fraedsla/nanar-um-namskeid/allotment/2020/10/09/Skjalastjornun-rekjanleiki-verklag-og-abyrgd/?flokkur=Bygginga-+og+mannvirkjagreinar&origin=forsidufleki