Skrifað frá hjartanu – Staðkennt

Námskeið í skapandi skrifum, ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á að þjálfa sig í ritun margs konar texta. Markmiðið er að þátttakendur hafi að námskeiði loknu öðlast færni, sjálfstraust og kjark til þess að koma frá sér skrifuðum textum af ýmsu tagi.

Viðfangsefni: Farið verður yfir helstu hugtök innan bókmenntafræði, fjallað um fjölbreyttar textagerðir, skáldsögur, smásögur, barnabækur, ljóð, fræðilega umfjöllun o.fl. Lifandi umræður og dæmi úr mismunandi textum skoðuð. Rætt verður um helstu gildrur sem höfundar geta lent í og góð ráð og gagnleg verkfæri kynnt. Skriflegar æfingar í hverri kennslustund. Mikil áhersla verður lögð á skapandi flæði, líflega kennslu og afslappað andrúmsloft í hópnum.

Nemendur ráða hvort þeir taka með sér fartölvu (ekki ipad) eða stílabók og penna til þess að nota við skriflegar æfingar.

Allt námsefni kemur á glærum frá kennara.
Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda.
Engin heimavinna og ekkert formlegt námsmat verður á námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Ingunn V. Sigmarsdóttir, kennari, þjóðfræðingur og skáld

Hvar og hvenær: Farskólinn Sauðárkróki, 28. apríl frá kl 16.30-21.00 og 29. apríl frá kl. 10.00-16.30.

Lengd: 10.klst

Verð: 35.000 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.