Smáréttir/Tapas

Lýsing: Tapasréttir eru sumarlegir og skemmtilegir smáréttir sem gera veisluna og matarboðið litríkt, fjölbreytt og áhugavert. Á námskeiðinu verður farið í nokkrar útfærslur sem henta við mörg tækifæri eða bara þegar við viljum hafa huggulega stund með fjölskyldu eða vinum. Þátttakendur setja sjálfir saman nokkrar tegundir af tapasréttum sem þeir síðan snæða saman í lokin.

Hvar og hvenær: 22.maí. 2022. 13:00-17:00 í Vörusmiðjunni á Skagaströnd

Fjöldi: 8 þátttakendur

Lengd: 3 klst

Verð: 15.900 kr.* 

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir. 

*ATH: Félagsmenn í Öldunni og Samstöðu og aðrir þeir sem eiga rétt í starfsmenntasjóðunum Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða einungis 10% af verði námskeiðsins. Niðurgreiðsla getur þó ekki numið hærri upphæð en samanlagt 130.000.kr. á önn. 

*Við bendum öðrum áhugasömum á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.