Sögun og niðurhlutun á lambaskrokk

Lýsing: Sýnikennsla á algengustu leiðum við að hluta niður lambaskrokk.
Annars vegar frosinn skrokkur, sagaður í kjötsög og hins vegar ófrosinn skrokkur, hlutaður niður með hníf og handsög.
Farið verður yfir allar helstu afurðir lambkjöts og mismunandi leiðir á frágangi og fullvinnslu afurða sýndar. Athugið að námskeiðið er sýnkennsla.

Hvar og hvenær:

1.október 13:00-17:00. Í vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.

Fjöldi: 10 þátttakendur

Lengd: 4 klst 

Verð: 14.900 kr.*

Leiðbeinendur: Páll Friðriksson 

*ATH: Við viljum gjarnan vekja athygli á því að mjög mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína rausnarlega til þess að taka þátt í þessum námskeiðum þannig að hafðu samband við okkur eða beint við stéttarfélag þitt til þess að fá meiri upplýsingar.