Spænska framhaldsnámkeið – vor 2021

Spænskunámskeið fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða lengra komna - í tölvunni heima

Hvar og hvenær: Í boði um allt Norðurland vestra. Kennt á miðvikudögum, frá klukkan 17:30 – 19:00. Námskeið hefst í byrjun febrúar 2021.

Lýsing:  Framhaldsnámskeið í spænsku með Kristni R. Ólafssyni. Áhersla verður á talað mál til að komast af stað til að tjá sig. Nokkur undirstöðuatriði í málfræði fljóta með svo menn og konur svífi ekki alveg í lausu lofti, til dæmis þegar næsti bjór verður pantaður á spænsku.

Kennslufyrirkomulag: Þátttakendur sitja heima og láta fara vel um sig við tölvuna í sameiginlegri kennslustund.

Leiðbeinandi: Kristinn R. Ólafsson. Kristinn bjó ein 35 ár á Spáni og varð landskunnur fyrir útvarpspistla sína frá Madríd. Hann hefur unnið í áratugi við þýðingar úr spænsku á íslensku og öfugt ásamt ýmsum öðrum störfum eins og leiðsögn.

Fjöldi: 8 – 10  þátttakendur.

Lengd: 15 klukkustundir eða 20 kest.

Verð: 26.500 kr. 

Til athugunar. Við hvetjum alla til að kanna sinn rétt á endurgreiðslu úr sínum fræðslusjóði. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri, Bryndís Þráinsdóttir á bryndis@farskolinn.is