Spænska fyrir alla – Español para todos

Spænska með Kristni R. Ólafssyni. 

Farskólinn býður upp á þrjú spænskunámskeið með Kristni R. á vorönn 2022.

Spænska 1. Þetta námskeið er fyrir algjöra byrjendur. Kennt á mánudögum klukkan 17:30 – 19:00 í 10 vikur. Kennslustundir verða 20.

Spænska 2. Þetta námskeið er fyrir lengra komna; þá sem skilja pínulítið í spænsku. Kennt á þriðjudögum kl. 17:30 – 19:00 í 10 vikur. Kennslustundir verða 20.

Spænska 3. Þetta námskeið er fyrir þá sem tala nokkra spænsku; til dæmis þá sem sóttu fyrri spænskunámskeið Kristins hjá Farskólanum. Kristin mun reyna að tala sem mest spænsku við þátttakendur. Kennt verður á miðvikudögum klukkan 17:00 – 19:00 í 10 vikur. Kennslustundir verða 20.

 

Lengd: Hvert námskeið er 20 kennslustundir að lengd og stendur yfir í 10 vikur.

Verð: 27.000 kr. Leiðbeinandi sendir námsgögn á þátttakendur.

Athugið: Námskeiðið, sem átti að hefjast 17. janúar, hefur verið frestað um tvær til þrjár vikur. Haft verður samband við alla sem hafa skráð sig tímanlega. Spænska 1 er á mánudögum, spænska 2 á þriðjudögum og spænska 3 á miðvikudögum.

Leiðbeinandi: Kristinn R. Ólafsson. Kristínn bjó í 35 ár á Spáni og varð á sínum tíma landskunnur fyrir útvarpspistla sína frá Spáni. Kristin starfar sem leiðbeinandi, fararstjóri og þýðandi.

Upplýsingar og skráningar í síma 455 – 6010 og á netfangið: bryndis(hjá)farskolinn.is.

Kristinn R. Ólafsson í síðustu kennslustund spænskunnar vorið 2021.