Súpur við öll tækifæri

Á námskeiðinu ætlar Eiríkur Friðriksson matreiðslumeistari að kenna okkur öll leyndarmál matreiðslumeistarans, þegar kemur að súpugerð við öll tækifæri, hvort heldur er í veisluna, sumarbústaðinn eða til þess að fæða fjölskylduna á einfaldan, ódýran og fljótlegan hátt. Það verður farið yfir allar gerðir súpa rjóma, mauk, fiski, kjöt o.s.frv) , bæði kaldar og heitar og grauta hverskonar og hefur Eiríkur lofað að kenna fólki að gera verðlauna humarsúpu sína sem þykir frábær. Einnig verður farið yfir hvernig best er að undirbúa og geyma supur og magn fyrir mann.

Leiðbeinandi: Eiríkur Friðriksson, matreiðslumeistari. 

Hvar og hvenær: 

10.mars Sauðárkrók kl. 9-13
10.mars Blönduós kl. 15-19
16.mars Hvammstangi kl. 9-13
16.mars Skagaströnd kl. 15-19

Verð: 24.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.