Súrmatsgerð

Lýsing:Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu tegundir súrmats, framleiðslu hans og verkun.
Þátttakendur útbúa sinn eigin súrmat (slátur, sviðasultu, lundabagga og punga) í fötu sem þeir fara með heim að námskeiði loknu.

Hvar og hvenær: 9:00-17:00. 20. nóvember. í Vörusmiðjunni á Skagaströnd

Fjöldi: 6 þátttakendur

Lengd: 8 klst

Verð: 22.900.* (Ath. Þátttakendur taka með sér fötu af súrmat heim)

Leiðbeinandi: Sigfríður Halldórsdóttir

*ATH: Við viljum gjarnan vekja athygli á því að mjög mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína rausnarlega til þess að taka þátt í þessum námskeiðum þannig að hafðu samband við okkur eða beint við stéttarfélag þitt til þess að fá meiri upplýsingar.