Takk fyrir – Í orðsins fyllstu – veffyrirlestur

Lýsing: Þakklæti hefur lengi verið talin ein mikilvægasta grunnstoð hamingju. Á fyrirlestrinum er farið yfir það hvað þakklæti er, hvaða þýðingu það hefur fyrir einstaklinga og hversu stórt hlutverk á það að hafa hjá einstaklingum á hverjum degi. Þátttakendur fá að kynnast mismunandi aðferðum sem hægt er að nota til að auka þakklæti og á sama tíma hamingju í sínu eigin lífi.

Leiðbeinandi: Kjartan Sigurðsson markþjálfi  

Hvar og hvenær: Vefnámskeið 20. Apríl frá 17:00-18:00

Lengd: 50 mín

Verð: 12.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.