Verklegt námskeið um kransa og kransagerð þar sem þátttakendur læra að vefja sinn eiginn jólakrans.
Á námskeiðinu verður fræðsla um blómakransa í gegnum tíðina. Kennd verða undirstöðuatriði og tækni við að vefja krans í fallegt handverk. Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að binda sinn eigin krans og verða fær um að gera sína eigin kransa.
Hráefni í krans er innifalið í námskeiðinu og þátttakendur fara heim með sinn krans í lok námskeiðs.
Leiðbeinandi: Hrafnhildur Skaptadóttir, eigandi blómabúðar Sauðárkróks
Hvar og hvenær:
18. Nóv Hvammstangi – 19:00 -21:00
19. Nóv Sauðárkrókur – 19:00 -21:00
20. Nóv Blönduós – 19:00 -21:00
21. Nóv Skagaströnd – 19:00 -21:00
Verð: 27.500 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi