Stærðfræði

Lýsing:

Stærðfræði – þrír áfangar í boði

Farskólinn kannar hvort áhugi sé fyrir hendi að læra stærðfræði. Námið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem eru í helgarnámi hjá FNV í iðngreinum en einnig fyrir alla aðra sem hafa áhuga. Kennari verður Gísli Árnason en hann hefur áralanga reynslu af kennslu stærðfærði fyrir fullorðna.

Skráningar fara fram hér á síðunni til hægri. Haft verður samband fljótlega við þá sem skrá sig. Lágmarksfjöldi í hóp er 10 þátttakendur. Kennslustundir eru 40 auk verkefnavinnu.

Verð á hvern áfanga er: 14.900 kr.

Haustið 2022.

STÆR1IB05 – Algebra, flatarmál, jöfnur, rúmfræði

Einingar: 5

Þrep: 1

Þessi áfangi er undanfari/fornám. Hann er ekki hluti af iðnbrautunum í húsasmíði og rafvirkjun, svo dæmi séu tekin en hefur verið kenndur í Farskólanum undanfarin ár.

Helstu viðfangsefni áfangans eru algebra, jöfnur, þríhyrningar og rúmfræði. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í öguðum vinnubrögðum og efla sjáfstraust þeirra gagnvart stærðfræði. Sjá nánar lýsingu: https://www.fnv.is/is/namid/itarefni/afangalysingar/course/5677f54862933a776c001eb0

 

STÆR2AF05 – Algebra, föll og mengi

Einingar: 5

Þrep: 2

Meginefni áfangans er algebra, föll og mengi. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Hornaföll: Sinus, cosínus og tangens. Bókstafareikningur: Veldi og rætur. Jöfnur af öðru stigi. Könnun annars stigs ferla (fleygboga) í hnitakerfi. Meðferð algebrubrota. Margliðudeiling. Ójöfnur af fyrsta og öðru stigi. Föll: Fallhugtakið innleitt og nokkur algeng föll kynnt, t.d. tölugildisfallið. Mengi: Grunnhugtök mengjafræði, s.s. stök, hlutmengi, sammengi og Vennmyndir.

Sjá nánar á: https://www.fnv.is/is/namid/itarefni/afangalysingar/course/54d1c68662933a7ff5001fc0

 

Eftir áramótin:

 

STÆR2RH05 – Rúmfræði og hornaföll

Einingafjöldi: 5

Þrep: 2

Meginefni áfangans er rúmfræði. Efnisþættir sem teknir eru fyrir í áfanganum eru: Rúmfræði, kynning á frumhugtökum rúmfræðinnar, hornasumma þríhyrnings, hlutföll í þríhyrningum og regla Pýþagórasar. Flatarmál og rúmmál. Horn við hring. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningum. Mælieiningar. Sannanir og rökfræði. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, röksemdafærslur og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði. Sjá nánari lýsngu á: https://www.fnv.is/is/namid/itarefni/afangalysingar/course/620e82e7e3d27f607e001efa

Lengd: 40 kest hver áfangi

Verð: 14.900.kr hver áfangi

Leiðbeinandi: Gísli Árnason, framhaldskólakennar. 

Skráning: Hægt er að skrá sig hér til hægri, en einnig er hægt að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is, hringja í síma 4556010 eða senda okkur skilaboð á Facebook.