Tölvu- og upplýsingatækni – Framhald

Lýsing:

Tilgangur Námskeiðsins er áframhaldandi styrking á faglegri færni við notkun hugbúnaðar sem kynntur var í
fyrri námsþætti og notkun Internetsins. Áhersla á þjálfun í notkun töflureiknis með samþættingu við
stærðfræði og aðra námsþætti, þjálfun í að nýta ritvinnsluforrit á marga vegu. Kostir opins hugbúnaðar eru
kynntir ítarlega og nemum gefinn kostur á að opna eða búa til aðgang að opnum hugbúnaði til að nýta hann,
auk þjálfunar í grunnatriðum á t.d. Google docs. Þá er æfð framsetning á kynningarefni, t.d. með slæðum og
myndskeiðum (t.d. ppt, prezi) og kennd eru og æfð notkun hugkorta. Kynning á Office 365 sem heildarkerfi.
Farið er í notkun á helstu forritum og einkenni og flokkar skýjalausna eru kynnt og notkun þeirra þjálfuð.

Þekkingarviðmið: Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
– mikilvægi þess að styrkja og auka við rafræna færni sína
– helstu aðgerðum allra forrita sem kynnt og notuð eru
– tengingu milli tölvupósts og dagbókar
– framsetning gagna á myndrænu formi í töflureikni
– skýjalausnum.
Leikniviðmið: Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
– nota stílbrögð og innbyggð snið í forritum
– flutningur og samhæfing gagna milli ritvinnslu og töflureiknis
– sníða og brjóta um í forritum
– nota helstu aðgerðir í tölvupóstforriti
– skrifa rafrænan texta og tengja texta, mynd og hljóð eins og við á
– vinna með skýjalausnir.
Hæfniviðmið: Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
– útbúa kynningu með bakgrunni, litum, ljósmyndum og teikningum
– gera kynningu með ólíkum aðgerðum forritsins, tímastillt og með aðstoðartexta
– nota töflureikni og önnur forrit sem æfð hafa verið, til að opna nýtt skjal, skrifa texta, reikna, útbúa
ramma og prentsnið ásamt því að vista á ákveðinn stað í möppu
– auka upplýsingalæsi og meðvitund um stöðugar breytingar í upplýsingatækni.

Hvar og hvenær:

Námskeiðið verður kennt tvö kvöld í viku og tvær klukkustundir í senn. Nánari tímasetning verður kynnt síðar. 

Lengd: 40 klst

Verð: 16.000.kr

Skráning: Hægt er að skrá sig hér til hægri, en einnig er hægt að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is, hringja í síma 4556010 eða senda okkur skilaboð á Facebook.  

Athugið: Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað fullorðnum sem ekki hafa lokið framhaldsskóla.
Námskeiðin eru styrkt af Fræðslusjóði framhaldsfræðslunnar