Tölvu- og upplýsingatækni fyrir byrjendur

Lýsing:

Tilgangur Námskeiðsins er að efla færni námsmanna í almennri tölvunotkun með áherslu á opinn gjaldfrjálsan hugbúnað. Stuttlega er fjallað um virkni tölva og snjalltækja til að auka skilning á virkni tækja og öryggisvitund vegna vél- og hugbúnaðar. Þá er mikilvægi siðlegra samskipta á netinu (e. netiquette) tekið
fyrir með lýsandi dæmum og æfingum um mörk og misskilning. Áhersla er á að
kenna hagnýta notkun tölvupósts og dagbókar, ritvinnslu og helstu miðla. Að auki er mikilvægt að æfa notkun hljóðnema, hlustunartækis og vefmyndavélar, einkum við rafræna fundi.

Þekkingarviðmið: Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
– mikilvægi siðlegra samskipta á netinu (almennar umgengnisreglur)
– mikilvægustu aðgerðum varðandi vélbúnaðinn
– mikilvægum aðgerðum við hugbúnaðinn, t.d. að finna og ræsa, keyra eða vista forrit
– algengum leitarforsendum leitarvéla
– möppugerð, vistun skjala og prentun
– helstu aðgerðum við notkun tölvupósts, dagbókar og ritvinnslu.
Leikniviðmið: Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
– ræsa/opna tölvu/snjalltæki með notandanafni og lykilorði auk þess að ganga frá tækinu
– nota helstu jaðartæki með tölvu (t.d. síma og prentara)
– ræsa forrit, nota algengar skipanir og ganga skipulega frá skjölum
– nota vafra og leitarvélar í markvissum tilgangi
– nota hljóðnema, hlustunartæki og vefmyndavél.
Hæfniviðmið: Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
– opna, skrifa og senda tölvupóst með viðhengi
– nota ritvinnslu til að opna, skrifa og vista skjal í möppu
– taka þátt í (eiga) samskiptum á netinu, taka þátt í spjalli
– finna og velja gagnleg hjálpargögn á netinu til notkunar í íslensku og erlendu tungumáli.

Hvar og hvenær:

Námskeiðið verður kennt tvö kvöld í viku og tvær klukkustundir í senn. Nánari tímasetning verður kynnt síðar. 

Lengd: 40 klst

Verð: 16.000.kr

Skráning: Hægt er að skrá sig hér til hægri, en einnig er hægt að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is, hringja í síma 4556010 eða senda okkur skilaboð á Facebook.  

Athugið: Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað fullorðnum sem ekki hafa lokið framhaldsskóla.
Námskeiðin eru styrkt af Fræðslusjóði framhaldsfræðslunnar