Tölvunámskeið – spjaldtölvur og farsímar

Lýsing:

 Námskeið fyrir 60 ára og eldri þar sem kennt verður á snjalltæki s.s. spjaldtölvur og snjallsíma.

Markmiðið er að efla tölvulæsi á snjalltæki, þ.e. þekkingu og færni í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nauðsynlegt er að geta nýtt, s.s. heimabanka, netverslun, samfélagsmiðla, efnisveitur og notkun á tölvupóstum og öðrum rafrænum samskiptum:

Námsþættir:

  • Rafræn skilríki og síður sem flestir þurfa að geta sótt ( heilsuvera.is, skattur.is, o.fl. )
  • Heimabanki og netverslun ( millifærslur í heimabanka, reikningar, bókanir og pantanir á netinu með kreditkorti )
  • Samfélagsmiðlar og efnisveitur ( Facebook, Netflix, o.fl. )
  • Tölvupóstar og rafræn samskipti (Google)

Kennsluaðferðir og námsefni:

Kennslan verður einstaklingsmiðuð og því sniðin að þörfum hvers og eins en almenn atriði kynnt að hluta til fyrir alla á sama tíma.

Kennsluefnið verður að hluta til rafrænt en einnig útprentuð gögn.

Hvar og hvenær:

Námskeiðið er fjögur skipti á hverjum stað samtals 8.klst. 

Hofsós 31.okt-3.nóv 13:30-15:00

Sauðárkrókur 7-10.nóvember 13:00-15:00

Skagaströnd 14-17.nóvember 10:00-12:00

Lengd: 8 klst

Leiðbeinandi: Halldór Gunnlaugsson, kennari og starfsmaður Farskólans. 

Verð: Námskeiðið er frítt fyrir þá sem eru 60 ára og eldri. 

Skráning: Hægt er að skrá sig hér til hægri, en einnig er hægt að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is, hringja í síma 4556010 eða senda okkur skilaboð á Facebook.  

Athugið: Á hverju námskeiði eru pláss fyrir að hámarki 8 þátttakendur.