Uppleið – Hugræn atferlismeðferð

Námið sem byggt er á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar er ætlað þeim sem eru 18 ára og eldri og hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla. Námið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu bæði í kennslustundum og utan þeirra. 

Markmið:

Er að auka færni þátttakenda í að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi. Fjallað verður um þunglyndi og kvíða, markmiðasetningu, breytta hugsun, sjálfsmat og sjálfseflingu og bakslagsvarnir.

Leiðbeinandi: Líney Úlfarsdóttir Sálfræðingur

Hvar og hvenær: 

Námið verður kennt á netinu í gegnum Zoom.  

Kennt verður tvö kvöld í viku mánudaga og miðvikudaga 18:00-20:00

Hefst 23.október og líkur 29.nóvember

Lengd: 

Námið er samtals 40 klukkustundir að lengd og þar af 24 klukkustundir með leiðbeinanda.

Verð: 9.000.kr

Athugið að námið er fyrst og fremst ætlað einstaklingum sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi og eru þeir aðilar í forgangi, en aðrir eru velkomnir á meðan pláss leyfir.