Uppleið – nám byggt á hugrænni atferlismeðferð

Lýsing:

Uppleið  er nám byggt á hugrænni atferlismeðferð.  Námskráin lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi og skiptist í 5 námsþætti.

Náminu er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan
markhóps framhaldsfræðslu sem síst afla sér menntunar og greiða leið þeirra til áframhaldandi náms og virkni með hvatningu og sjálfstyrkingu að leiðarljósi.

Markmiðið er að auka færni námsmanna til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðfarðar (HAM) í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan. Við hönnun námsleiðarinnar var stuðst við HAM handbók um hugræna atferlismeðferð sem gefin var út af Reykjalundi. Mælt er með því að það efni verði notað sem helsta námsefni námsleiðarinnar og leiðbeinendur séu sálfræðingar eða aðrir sérfræðingar í HAM.

Heildarlengd námsins eru 40 klukkustundir. Til þess að tryggja gæði námsins er mælt með að nemendur í námshópi verði 6 til 8 talsins.

Sjá nánar í námskrá hjá www.frae.is.

Helstu námsþættir/umfjöllunarefni: 

  • Þunglyndi og kvíði.
  • Markmið.
  • Breytt hugsun – bætt líðan.
  • Sjálfsmat og sjálfsefling.
  • Bakslagsvarnir.

Hvar og hvenær: Námið verður kennt á netinu í gegnum Zoom eða Teams.  Námskeiðið hefst um leið og lágmarksfjölda þátttakenda er náð.

Lengd: Námið er samtals 40 klukkustundir að lengd og þar af 24 klukkustundir með leiðbeinanda.

Verð:  9.000 kr.

Leiðbeinendur: Sálfræðingur. Ákveðið síðar.

*ATH: Við hvetjum alla til að athuga með rétt sinn til endurgreiðslu hjá fræðslusjóði síns stéttarfélags.

Upplýsingar og skráning í síma 455-6010. Opið er fyrir skráningar til 15. október.