Úrbeining á nautgrip

Lýsing: Þátttakendur vinna tveir og tveir saman að úrbeiningu á 1/2 nautgripaskrokk. Farið verður í mismunandi nýtingar möguleika ásamt frágangi og fullvinnslu afurðarinnar.
Þátttakendur geta komið með sinn eigin nautaskrokk eða keypt skrokk á námskeiðinu (þarf að panta).

Hvar og hvenær: 5-6.mars 2022. 9:00-17:00 hvorn dag. Vörusmiðja BioPol, Skagaströnd

Fjöldi: 6 þátttakendur

Lengd: 8 klst

Verð: 47.900.* kr (Ath. Hráefni er ekki innifalið í verðinu)

Leiðbeinendur: Páll Friðriksson og Sigfríður Halldórsdóttir

*ATH: Félagsmenn í Öldunni og Samstöðu og aðrir þeir sem eiga rétt í starfsmenntasjóðunum Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða einungis 10% af verði námskeiðsins. Niðurgreiðsla getur þó ekki numið hærri upphæð en samanlagt 130.000.kr. á önn. 

*Við bendum öðrum áhugasömum á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.