Útisvæði og aðkoma að heimilinu – Vefnámskeið

Lýsing: Þjónar útisvæðið þínum þörfum og gefur hún rétta mynd af heimilinu? Á námskeiðinu verður farið yfir ýmislegt sem viðkemur heimreiðinni og því útisvæði sem tilheyrir heimilinu, s.s. svalir, pallur, o.s.frv.
Aðkoman skiptir miklu máli því segja má að hún sé andlit heimilisins og því það fyrsta sem gefur fólki hughrif þegar það kemur að heimilinu okkar. Hvað er það sem laðar fólk að?
Á góðum sumrum er hvergi betra að vera en úti við og því skiptir máli að hafa umhverfið bæði fallegt og þægilegt. Það er auðvelt að gera fallegt í kringum sig með þægilegum húsgögnum sem henta flestum tilefnum, með lýsingu, plöntum og öðrum hlutum.
Ávinningur þinn:
– Aðferðir til að gera aðkomu heimilisins vistlega.
-Góð yfirsýn yfir það hverjar „reglurnar“ eru.
-Getur náð fram fallegri heild á pallinum eða svölunum.
-Að sjá mögulegar útfærslur á uppröðun og notkun fyrir mismunandi hluti.
-Innsýn í hvernig skapa má hlýlegt yfirbragð sem dregur mann út.

Þetta námskeið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að fegra umhverfi sitt og vilja að íverustaðirnir uppfylli þarfir

Leiðbeinandi : Emilía Borgþórsdóttir er iðnhönnuður. Hún starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár þar til hún flutti heim til Íslands. Emilía starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni.

Hvar og hvenær: Vefnámskeið – 26.apríl.  17:00-19:00

Lengd: 2.klst.

Verð: 14.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.