Val á skíðum og umhirða

Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað almennt um hvernig einstaklingar eiga að velja sér skíði út frá því hvaða skíðaíþrótt verið er að stunda. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í viðhaldi á skíðabúnaði og hvað einstaklingar þurfa að hafa í huga áður en farið er af stað. Þátttakendum verður einnig kennt handtök við viðhald og leyft að prófa sig áfram.

Leiðbeinandi: Dagur Óskarsson, vöruhönnuður og skíðasmiður. 

Hvar og hvenær:

  • 1. des kl 17:00 – 20:00 – Hvammstangi
  • 2. des kl 17:00 – 20:00 – Blönduós
  • 3. des kl 17:00 – 20:00 – Skagaströnd
  • 4. des kl 17:00 – 20:00 – Sauðárkrókur

Fjöldi: 12 þátttakendur

Lengd: 3 klst

Verð: 21.000 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.